Við stelpurnar í Handprjón vorum með opinn hekl hitting í dag/kvöld frá klukkan 15 til 20.

Tilgangur hittingsins var að hekla kolkrabba fyrir Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Mikil söfnun stendur yfir að safna kolkröbbum fyrir hvert það barn sem þarf að dvelja á vökudeildinni.

Þessir kolkrabbar eru ekki bara tuskudýr heldur hafa þeir sýnt fram á að fyrirburar dafni betur en ella í hitakössum ef kolkrabbi er til staðar. Þeir veita öryggisfilfinnigu sem stuðlar að beti lýðan, armarnir minna á naflastrenginn og fikta frekar í þeim heldur en snúrum og sondunni sem þau eru tengd við.

Markmiðið er að safna um 200 kolkröbbum og eru nokkrar prjónabúðir sem taka þátt í söfnuninni með því að bjóða upp á garn, uppskrift, hjálp og taka við tilbúnum kolkröbbum.

Þær prjónabúðir sem taka þátt í verkefninu eru:

Handprjón

Gallerý Snotra

Handverskúnst

Á hekl hittingnum buðum við upp á garn, uppskriftina og lánuðum heklunálar. Margar konur komu og urðu nokkrir kolkrabbar tilbúnir eftir kvöldið. Flestar fengu að taka með sér garn heim til að klára og koma svo með kolkrabbann á næstu dögum.

Að hekla kolkrabbana er auðvelt og tekur um eina kvöldstund en uppskriftina er hægt að nálgast inn á facebook síðu söfnunarinnar en hún er hér

En auðvitað þurfa ekki allir kolkrabbarnir að vera eins og uppskriftin og frjálst er að leyfa sköpuninni að fljúga en nokkrar staðlaðar reglur eru og þær eru eftirfarandi:

  • Garnið þarf að vera 100% bómull og hægt að þvo á 60 gráðum
  • Kolkrabbinn verður að vera 15 til 17 cm að ummáli yfir höfuðið og ekki meira en 7 til 9 cm að lengd
  • Armar hans meiga ekki vera lengri en 22 cm út teygðir
  • Kolkrabbinn þarf að vera þétt heklaður svo fyllingin komist ekki út
  • Nota skal polyester fyllingu sem má þvo á 60 gráðum

Ég skora á alla að hekla einn kolkrabba, það er sjúklega gaman og ávanabindandi, svo eru þeir líka svo sætir.

Nokkrar myndir frá kvöldinu 😀

РAu̡ur Bj̦rt