Vá hvað ég er spennt að segja ykkur frá því að ég og Handprjón vorum að byrja með Leynilegt samprjón á sjali.

Leynilegt samprjón er þegar þú veist ekki hvernig prjónalesið lítur út, það eina sem þú færð að vita er garn og litir í prjónalesið þitt. Þú færð svo eina vísbendingu í einu yfir einhvern ákveðinn tíma. Að lokum þegar prjónalesið er búið færðu loksins að sjá hvernig það lítur út.

Við ætlum sem sé að prjóna sjal og kemur uppskriftin í 4 vísbendingum yfir 4 vikur núna í september og október. Fyrsta vísbendingin kom út mánudaginn 18. september. Vísbendingarnar koma inn á sérstakan facebook hóp en þar inni verður svo hægt að spurja spurninga varðandi uppskriftina og setja inn myndir af sínu sjali í vinnslu. Næstu vísbendingar koma svo með viku millibili næstu 3 vikur.

Að vera með í svona leynilegu samprjóni er bæði skemmtilegt og spennandi, þetta er smá áhætta sem þú ert að taka, og þú rennur hálf blint áfram, en það er það sem er svo spennandi, að vita ekki hvað gera skal næst. Einnig að vera í svona samprjóni og sjá útk0murnar hjá hinum og þeirra litasamsetningar gerir prjónið ennþá skemmtilegra og myndast góð stemming yfir þessu öllu saman.

Til þess að vera með í þessu leynilega samprjóni þá þarft þú að kaupa 3 hespur af Mrs. Crosby garni frá okkur og segja að það sé fyrir leyniprjónið. Við skráum þig og þá getur þú fengið aðgang í facebook hópinn okkar.

Mrs. Crosby er handlitað merinóullar garn sem er single thread eða einn þráður, lítill  snúður. Það er ótrlúlega mjúkt og loftkennt sem gefur sjalinu loftkenndan léttleika og mýkt svo hægt er að hafa það næst hálsinum. Allavega er ég ótrúlega ánægð með mitt sjal og get ekki beðið eftir að fá að nota það 😀

Ef þú ert ekki búin að skrá þig og langar að vera með þá getur þú keypt garnið Hér eða komið upp í búð og keypt það hjá okkur.

 

og já sjalið heitir Tíglatangó 😉