Sölustaðir bókanna

Þegar átti að fara að skrifa Bachelor ritgerðina úr grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands kom ekkert annað til greina en að gera verkefni. Ég var búin að vera að vinna í prjónabúð í nokkur ár og prjónið var farið að vinna hug minn og hjarta og ég gat séð að þarna gæti verið framtíðarstarf frammundan.

Eftir að hafa verið að vinna við prjón fór ég að sjá hvað vantaði á markaðinn. Okkar klassíska íslenska Lopapeysa var alltaf jafn vinsæl og ef ekki vinsælari síðustu ár. En margar uppskriftir ná bara yfir ákveðna stærðir eða eru í ákveðnu sniði sem kanski henntaði ekki alltaf.

Ég fór þá að skoða hvort ég gæti ekki hjálpað þeim sem langaði bara í þessa klassísku lopapeysu. Mig langaði að bjóða uppá nokkur munstur en reyna að hafa allar þær helstu stærðir með. Við tók mikil skoðun á munstrum og lopapeysum og þegar munstrin voru valin hófst mikill reikningur og teikningar á munstrunum. Öll kvöld fóru í að teikna og reikna, sem var í sjálfu sér sjúklega skemmtilegt þar sem ég hef alltaf haft lúmst gaman á að reikna.

Bókinn varð til smám saman og fékk ég svo óendanlega góða hjálp frá leiðbeinanda mínum og kennara henni Ásdísi Jóelsdóttur en án hennar hefði þetta aldrei tekist. Öll munstrin voru fengin af láni frá Ístex og vann ég verkefni í samstarfi með þeim.

Bókin er byggð upp þannig að þú getir prjónað þína útgáfu af lopapeysu sjálfur.

Í byrjun er farið yfir mælingar og prjónafestu sem er grunnurinn að fá rétta stærð. Þaðan tekur við að velja um tegund stroffs og munstur. Uppskriftirnar eru tvær annars vegar barna frá 2 ára til 10 ára og hins vegar fullorðins frá XS til XXL. Munstrin eru 18 talsins, 9 fyrir hvora uppskrift.

Allar upplýsingar getur þú skráð á sérstakt blað fremst í bókinni. Í lokinn eru svo nokkrir punktar hvernig er hægt að opna, prjóna hettu eða hafa peysuna aðsniðna.

Bókin henntar bæði fyrir byrjendur og lengra komna en uppskriftin er í punktum svo hvert atriði er auðlesið og auðvelt að gera tékk.

Öll munstrin eru í svört hvítu þar sem þar á sköpun prjónandans að skína. Það má allt, vera með 2 liti vera með 10 liti bara hvað vilt þú. Eina sem ég er búin að gera er að setja niður munstrið sjálft og hvar þarf að taka úr. Hægt er að teikna í munstrin sína liti og gera sína útgáfu af munstrinu.

Allir geta prjónað, það þarf bara áhuga. Íslenska lopapeysan á sér ríka sögu og hefur þróast um langt árabil. Það sem gerir hana eftirsótta er að hún er fljótprjónuð, einföld og falleg. Lopapeysan er þá alltaf klassísk en hún hefur fylgt tískustraumum gegnum tíðina. Flestir Íslendingar eiga að minnsta kosti eina lopapeysu sem oftast hefur verið prjónuð af ömmu eða mömmu viðkomandi. Að prjóna lopapeysu er ekki flókið og ætti að vera í færi hvers og eins. Til þess að viðhalda þessari hefð og koma í veg fyrri að hún deyi út þurfum við að kenni yngri kynslóðum handverkið.

Prjónakveðjur Auður Björt

This book is designed to help you participate in the Icelandic knitting tradition and make your own Lopapeysa, the Icelandic traditional wool sweater. Here you can find simple knitting patterns for children and adults which enable you to choose between several variations of sweaters. Basic knitting knowledge is required, such as cast on and off, knit and purl, circular knitting, increase, decrease and using two or more colors. Included is a special worksheet which can help you keep all the information for your knitting in one place, such as size, knitting gauge, pattern chart, colors, rib stitch and so forth.

The book contains two knitting patterns, one for children from the age of 2-10 years old and the other for sizes XS-XXL. The simplified patterns allow you to choose colors, rib and pattern charts to suit your tastes and style. They are intended to evoke your imagination and creativity, guide you on how to knit by your own ideas and how to change knitting patterns at will. The goal is to make your experience of knitting and creating your very own Lopapeysa, fun and enjoyable. Happy knitting!