Continental knitting eða meginlanda prjón öðru nafni German knitting. Þessi aðferð er sú eina þar sem bandinu er haldið í víkjandi hendi (þeirri vinstri) og er sú aðferð sem við á Íslandi kennum og flestir kunna. Þessi aðferð er stundum nefnd picking eða tína en það er lýsingin á því hvernig við náum í bandið til að mynda lykkjuna.

English knitting eða enskt prjón er talin þekktasta aðferðin meðal enskmælandi landa enda nota Bandaríkin, Bretland og Ástralía hana. Bandið er haldið í ríkjandi hendi (þeirri hægri) en prjóninum er sleppt þegar bandinu er snúið utan um prjóninn til að mynda lykkjuna. Þessi aðferð er stundum nefnd throwing eða henda en það vísar í aðferðina hvernig bandinu er snúið utan um prjóninn og lykkjan mynduð. Þessi aðferð er talin vera hægust.