Helgina 8. til 10. júní verð ég með námskeið á Prjónagleðinni á Blönduósi.

Prjónagleiðin er prjónahátíð þar sem hægt er að sækja námskeið, skoða prjónavörur, hittast og prjóna saman.

Í ár er þriðja árið sem þessi hátið er haldin og einnig verður haldið upp á 100 ára fullveldi Íslands.

Haldin verður prjónasamkeppni „hönnuð peysa“ með þemanu „100 ára fullveldi Íslands“. Munu þær peysur sem komast í úrslit verða til sýnis á hátíðinni.

Þau námskeið sem ég verð með eru:

Tvöfaldir kaðlar, kaðlar eins báðu megin.
Námskeiðslýsing:
Á þessu námskeiði verður farið í nokkrar gerðir af tvöföldum köðlum og prjónaðar verða prufur.
Nemendur þurfa að kunna að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, útaukningu, úrtöku og fella af. Einnig er kostur að kunna að prjóna einfalda kaðla.

(hér er hægt að skrá sig)

 

 

 

 

 

Dómínóprjón.
Námskeiðslýsing:
Dómínó prjón er þegar einn ferningur er prjónaður í einu og annar prjónaður út frá honum og svo framvegis.
Á þessu námskeiði er farið í hvernig hægt er að prjóna mynd með dómínóprjóni.
Kenndar verða nokkrar aðferðir við dómínóprjón og prjónaðar verðar prufur. Hægt er að leika sér mikið með myndir og aðferðir.
Nemendur þurfa að kunna að fitja upp og prjóna slétt og brugðið. Nemendur þurfa að koma með sokkaprjónar nr. 4mm.

(hér er hægt að skrá sig)

 

 

 

Lopapeysuprjón.

Námskeiðslýsing:
Á þessu námskeiði er farið í helstu atriði varðandi lopapeysuprjón og setja saman liti í munstri.
Nemendur prjóna prufu af munstrinu með þeim litum sem þeir velja sér. Nemendur þurfa að kunna að fitja upp, prjóna slétt og brugðið í hring, auka í, taka úr og fella af. Nemendur þurfa að koma með sér Prjóna nr 4.5mm.

(hér er hægt að skrá sig)

 

 

 

 

Samsetning á Kaðlabútateppinu.

Námskeiðslýsing:
Á þessu námskeiði er farið í samsetningu á teppinu, frágang og kant.
Til þess að teppið fái að njóta sín sem best þarf að vanda allan frágang.
Með kaupum á námskeiðinu færðu uppskriftina senda fyrirfram þar sem það þarf að vera búið að prjóna minst 4 dúllur áður en komið er á námskeiðið. Heimanám: 4 dúllur af kaðlabútateppinu.
Nemendur þurfa að koma með nál, 4 dúllur og tvo liti af garni og prjónar nr. 3.5mm.

(hér er hægt að skrá sig)

 

 

Vonandi sé ég ykkur sem flest 😀

kv. Auður Björt