Nú er leyniprjónið Tíglatangó lokið og uppskriftin komin út.

Leynisamprjónið gekk vel og útkoman var glæsileg. Ég er orðlaus yfir öllum sjölunum og konunum sem tóku þátt í þessu með mér, en þetta er í fyrsta skipti sem ég hanna sjal og fyrsta skiptið sem ég hef leynilegt samprjón.

Uppskriftin kemur í 4 stærðum, barna, small, medium og large, svo hægt er að finna sína fullkomnu stærð.

Barnastærðin hentar vel fyrir litla krakka frá 3 ára aldri og upp úr. Sjalið er 130cm langt og 30cm breitt. Magnið í barnastærðina er einungis 1 hespa en skemmtilegt er að nota afganga í nokkrum litum til að lífga upp á sjalið

 

Small stærðin hentar vel sem lítið sjal, 180cm langt og 42cm breitt. Magnið í small stærð er 2 hespur og ef notað er tvo liti þarf að láta Lit A renna með lit B í hliðunum.
Medium stærðin er hin fullkomna stærð, sjalið er 228cm langt og  47cm breitt. 3 hespur þarf  í sjalið.
Large stærðin er hin fullkomna kósý stóra sjal sem vafið er um á köldum dögum. Sjalið er 237cm langt og 55cm breitt sem gerir sjalið stórt og mikið. Magn af garni í sjalið er tæplega 3 hespur og þarf að nýta garnið mjög vel, en gott er að hafa 4 hespuna tiltæka til að hlaupa upp á.

 

 

Uppskriftin kemur í rituðu formi og fylgja með kennslumyndbönd.
Uppskriftin er hægt að fá hér : Ravelry
 
Large stærð, með þremur litum.
Medium stærð, tveir litir.
Small Stærðin, tveir litir
Barna stærð, 4 litir.