Um mig og þessa síðu

Það hefur blundað í mér lengi að leyfa fleirum að fylgjast með mér og geta notið góðs af minni þekkingu. Á þessari síðu er allt mitt samantekið, uppskriftir, myndir og fréttir af því sem ég hef fyrir stafni.

Ég heiti Auður Björt Skúladóttir og frá því að ég man eftir mér hef ég verið að prjóna. Síðustu ár hefur prjónaskapurinn orðið stór hluti af lífi mínu en ég vinn í prjónabúð og er að hanna prjónauppskriftir þess á milli.

Ég gaf út mína fyrstu bók, Lopapeysuprjón, vorið 2016 og ári síðar kom hún út á ensku. Allt um bókina er hægt að sjá undir Lopapeysuprjón hér á síðunni.

-Auður Björt

Skráðu þig á póstlista