Ekki hefði mig graunað með mína skrifblindu og íslensku kunnáttu (sem er ekki upp á marga fiska, þar sem ég bý regluglega til orð og hugtök þar sem þau gömlu ruglast umsýslunni) myndi gefa út bók, og hvað aðra bók á ensku. En sú er raunin og er Lopapeysuprjón bókin komin út á ensku.

Þessi fæðing var ekki eins ströng og löng eins og sú fyrri en eins og með börnin kann maður nú eitthvað í annað sinn. En gaman er að segja að það er ár á milli þessara bóka og mun enska bókin vonandi slá í gegn hjá túristunum (þarf maður ekki að vera með í þessu túrista æði).

En bókin er alveg eins og sú fyrri nema bara á ensku og forsíðan önnur.

Iðnú Bókaútgáfa sá um þýðingu og er að gefa hana út, en þeir gáfu einnig út Lopapeysuprjón.

 

 

Hér er svo nýja forsíðan, er hún ekki falleg?

РAu̡ur Bj̦rt