Helgina 9. til 11. júní verður hátíðin Prjónagleði haldin á Blönduósi.

 

Prjónagleðin er hátíð fyrir alla prjónara til að koma saman og hafa gaman, á staðnum hverður sölubásar og í boði fjöldi námskeiða og fyrirlestra. Á laugardeginum verður prjónagjörningurinn own your own time VI og um kvöldið Hátíðarkvöldverður með skemmtun.

Ég verð með námskeið í lopapeysuprjóni á laugardeginum kl. 9:00: http://prjonagledi.is/vara/workshop-to-knit-your-own-lopapeysa/

og á sunnudeginum kl. 9:00 verð ég með námskeið að prjóna kaðla sem eru eins/flottir báðu megin: http://prjonagledi.is/vara/workshop-reversible-cables/

Einnig verð ég með sölubás en þar verð ég með til sölu:

Bókina mína Lopapeysuprjón, bæði á íslensku og ensku.

Uppskrift af kaðlabútatepinu, bæði á íslensku og ensku, en einnig verð ég með hana í pakka með garni á sanngjörnu verði.

Verkefniatöskur sem ég saumaði.

Prjónamerki eftir MaXsi, https://www.facebook.com/MaXsi-1672745866300582/?fref=ts

 

Frekari upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu hátíðarinnar hér: http://prjonagledi.is/

 

Þar sem það er komið sumar og tilvalið að skella sér í útilegu mun ég taka alla fjölskylduna, foreldra mína, ömmmu og afa með á prjónagleðina, einhver þarf að passa þessi börn.