Nú stendur yfir mikill undirbúningur fyrir Prjónagleðina. Þar sem fjölskyldan er á leiðinni norður í fermingu viku fyrir prjónagleðina, sem er næsta föstudag (2.jan), eru þetta síðustu dagarnir til að gera tilbúið fyrir hátíðna. Ég á yndislega foreldra sem buðust til að taka bæði börnin í sumarbústað yfir síðustu helgi. Þar fékk ég heila helgi til að klára að sauma töskurnar sem ég var búin að sníða.

Helgin var nýtt vel og náði ég að klára 16 stk af töskum í 4 mismunandi stærðum og gerðum. Það var unnið dag og langt fram á nótt meðan Friends spilaðist í tölvunni til að halda mér félagsskap.

Ég geri 3 tegundir af verkefnatöskum fyrir prjónaverkefnin en ég hef sér poka fyrir hvert verkefni sem ég er að gera, þannig get ég sagt við manninn minn þegar hann er að ná í prjónana fyrir mig, taktu rauða pokann með blómunum. Einnig gera þessir pokar prjónaverkefni mikið skemmtilegra og svo þægilegt að fara með milli staða. Og talandi um að geta verið með öll verkefninu sjáanleg því pokarnir eru svo flottir.

Fjórða tegundin af töskunum er aukahlutataska. Þar er hægt að koma fyrir prjónamerkjum, lítilli minnisblokk og því sem fylgir með almennu prjóni.

Ég er búin að sauma nokkrum sinnum svona verkefna töskur en ég var í fyrsta skiptið að gera svona aukahlutatösku og ég alveg kolféll fyrir henni. Það er svo gaman að sauma hana og hausinn er á fullu hvernig ég get gert stærri og öðruvísi næst, er bara að bíða þar til önnur barnlaus helgi dettur inn.

 

РAu̡ur Bj̦rt