Með allri þeirri tækni og þróun í dag er alltaf gaman að hverfa aftur í tímann og meðhöndla eitthvað sem í dag er oftast skjal í tækjunum okkar. Ég ákvað því að láta prenta út uppskriftina af kaðlabútateppinu í lítinn bækling. Með bæklingnum færðu einnig kóða sem þú getur notað á ravelry og fengið uppskriftina einnig rafræna, þannig ef bæklingurinn týnist er uppskriftin ekki glötuð.

Að sjá uppskriftina útprentaða og tala ekki um A5 stærð (svo lítið og sætt) er svo skemmtilegt og að geta snert það sem maður hefur gert.

Bæklinginn er hægt að fá hjá mér og Handprjón.

 

-Auður Björt